Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Fimmtán árum seinna hefur verið ákveðið að nota gamla byggðamerki Ísafjarðarkaupstaðar sem byggðamerki hins nýsameinaða sveitarfélags.
Þetta ætti ekki að koma á óvart. Það er táknrænt fyrir jöðrun smábæjanna að bæjarfélagið sem varð til um það leyti sem internetið var fundið upp (í þá daga var internetið raunar var kallað Alnetið með stóru a-i) hefur alltaf notað veffangið Isafjordur.is í staðinn fyrir Isafjardarbaer.is eða Ísafjarðarbær.is.
Bráðum rís hér kannski vefur um byggðamál, þangað til er þessi vefur frekar ófyndin sóun á dýrmætum peningum.